Umhverfisstefna ALP hf.

ALP hf er leiðandi bílaleiga á Íslandi sem hefur sérleyfi fyrir vörumerkin AVIS og Budget. ALP hf fylgir ábyrgri umhverfisstefnu og vinnur að stöðugum umbótum til þess að draga úr umhverfisáhrifum sem rekstur bílaleigu getur haft í för með sér.

Þetta gerir ALP hf með því að:

Uppfylla lög og reglugerðir um umhverfismál og taka tillit til umhverfismála í allri starfssemi sinni
Fara að kröfum ISO 14001 staðalsins og bæta stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins.

  • Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsfólks til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum starfsseminnar og fara vel með auðlindir.
  • Leggja áherslu á góða umgengni við náttúru landsins með því að upplýsa og fræða viðskiptavini ALP hf um mikilvægi þessa.
  • Auka hlutfall umhverfisvænna bifreiða í bílaflota ALP hf og þannig draga úr útblæstri C02.
  • Flokka úrgang á starfsstöðvum.
  • Nota umhverfisvænar vörur þegar mögulegt er þar með talið að velja umhverfisvænar vörur til þrifa og viðhalds bifreiða.