Friðhelgisskilmálar

Friðhelgisskilmálar Budget varðandi notkun upplýsinga

Við óskum eftir nafninu þínu, símanúmeri, heimilisfangi og netfangi. Þessar upplýsingar hjálpa okkur að vinna úr bókuninni fyrir þig, hafa samband við þig ef einhver vandamál koma upp eða til þess að senda þér staðfestingabréf með rafrænum hætti. Ef þú átt Budget – meðlimakort, tengjum við númerið á kortinu við viðskipti þín svo hægt sé að flýta fyrir bókunarferlinu með þeim upplýsingum um þig sem við eigum til í gagnagrunninum okkar.

Við fylgjum eftirfarandi friðhelgisskilmálum í allri meðferð persónuupplýsinga:

Við höldum þeim persónuupplýsingum sem gefnar eru upp á þessari síðu í viðskiptamannagagnagrunni okkar svo hægt sé að viðhalda og bæta stjórnun og rekstur Budget bílaleigu. Þar sem við erum hluti af alþjóðlegri bílaleigukeðju, Budget Rent A Car System, munum við einstaka sinnum láta öðrum Budget - bílaleigustöðvum í té upplýsingar um reksturinn á Íslandi sem gæti innihaldið upplýsingar um viðskiptamannagagnagrunninum okkar. Engin önnur notkun verður á persónuupplýsingunum án samþykkis frá þér.


Viðskiptavinum er ávallt velkomið að sjá þær upplýsingar sem við geymum og gera breytingar á þeim svo þær séu ávallt uppfærðar og réttar.


Til þess að óska eftir að sjá upplýsingarnar, vinsamlegast hafið samband við customer.care@budget-emea.com og gefðu upp nafn og heimilisfang.

Hvaða upplýsingum safnar Budget?

IP tala: Við vistum IP töluna þína þegar þú heimsækir vefsíðu Budget. Þetta skilgreinir einungis netþjónustuaðilann þinn (ISP – Internet Service Provider) og inniheldur engar persónulegar upplýsingar um þig. Við notum þessar upplýsingar til að greina hvaðan umferðin um vefsíðuna er að koma.

Hvernig passar Budget upp á gögnin þín?

Secure Socket Layer (SSL) dulkóðunartækni er notuð til að vernda persónuupplýsingar eins og greiðslukortaupplýsingar.

Markaðsaðgerðir á netinu

Ef þú tekur þátt í keppni á síðunni okkar, biðjum við þig um að skrá ákveðnar persónuupplýsingar svo við getum haft samband við þig ef þörf krefur. Skilmálar og nákvæmar upplýsingar fyrir hverja keppni geta verið breytilegar. Ef verðlaun eru veitt í gegnum þriðja aðila, þurfum við að veita þeim aðila einnig gögnin.

Skoðanakannanir Budget á netinu

Þegar þú tekur þátt í skoðanakönnunum á netinu getur þú verið beðin/n um að veita ákveðnar upplýsingar, t.d. aldur eða tekjur svo eitthvað sé nefnt. Þú hefur ávallt þann kost að veita ekki slíkar upplýsingar. Niðurstöður skoðanakannana eru alltaf nýttar til að bæta þjónustu Budget bílaleigu til viðskiptavina og ekki í neinum öðrum tilgangi.

Vafrakökur (e.cookies)

Vefsíðan okkar inniheldur vafrakökur. Kökur eru einskonar fótspor sem eru dulkóðaðir textastrengir sem vefsíða geymir á tölvu notandans. Kökur gera okkur kleift að þekkja tölvuna þína og „að muna“ hvaða val þú hefur gert á síðunni áður. Með þessu getum við boðið upp á að síðan „muni“ hvaða leigustöðvar þú hefur leitað að og persónugert síðuna meira að þér.


Þær gerðir að kökum sem vefsíðan okkar notast við eru svokallaðar „viðvarandi kökur“ (e. persistent cookies). Viðvarandi kökur haldast í vafranum þínum þar til þú eyðir þeim þaðan út. Ef þú vilt ekki að viðvarandi kökurnar haldist áfram í vafranum, þarftu að eyða þeim út í vafrastillingunum.


Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast lestu Vafrakökur.

Rafrænt fréttabréf

Fréttabréfið okkar upplýsir áskrifendur um allar nýjustu upplýsingar um verð, tilboð, vörur og þjónustu. Við sendum fréttabréfið einungis til þeirra sem hafa óskað eftir því.


Þegar þú samþykkir að fá fréttabréfið okkar munum við biðja þig að lágmarki um netfangið þitt. Með tímanum gætum við óskað eftir frekari persónuupplýsingum um þig. Valfrjálst er að veita þessar upplýsingar en þær eru notaðar til að sérsníða innihald fréttabréfsins svo það henti þér sem best.


Hægt er að afskrá sig sem áskrifandi fréttabréfsins hvenær sem er.


Budget UK
Customer.service@budget.co.uk