Tryggingaskilmálar á Íslandi

1. Fyrir hvern gildir tryggingin

1.1 Tryggingin gildir fyrir alla leigutaka eldri en 18 ára fyrir bíla í fólksbílaflokk, 23 ára fyrir bíla í jeppaflokk, 25 ára fyrir 9-15 manna bíla, sendibíla og lúxus jeppaflokk. Leigutaki þarf að hafa haft ökuskírteini í lágmark 1 ár. Hvað varðar skráningu á auka bílstjórum þá þurfa þeir einnig að framvísa ökuskírteini.

1.2 Auka ökumenn verða að vera skráðir hjá AVIS / Budget þegar bíll er sóttur. Það eru einungis þeir ökumenn sem eru skráðir á leigusamning sem hafa leyfi til þess að aka bílaleigubílnum. Tryggingin gildir ekki ef einhver annar keyrir bílinn en er skráður á leigusamninginn.

1.3 Tryggingin nær ekki til farþega umfram þeirra sem leyfilegt er að séu í ökutæki samkvæmt skráningasrskírteini ökutækis.

2. Hvar og hvenær gildir tryggingin

2.1 Tryggingin gildir á Íslandi.

2.2 Ef ferðalagi er framlengt vegna ófyrirséðra ástæðna sem tryggingartaki getur ekki stjórnað, gildir tryggingin í 1 auka dag.

3. Gildissvið trygginga

3.1 Tryggingin gildir eins og fram kemur í leigusamning.

3.2 Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila
Innifalið er ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila er varðar slys á einstaklingum og tjón á eignum af völdum ökutækis. Ábyrgðar- og slysatrygging ökumanns er einnig innifalin. Ábyrgðar- og slysatrygging ökumanns er skyldutrygging á Íslandi samkvæmt lögum og gildissvið hennar er lögbundið.

3.3 Valkvæðar tryggingar

3.3.1 Kaskótrygging (Collision Damage Waiver) CDW
Kaskótrygging (CDW) dregur úr mögulegum kostnaði leigutaka ef tjón verður á ökutæki, svo lengi sem það er ekki afleiðing þjófnaðar, innbrots eða annara atriða sem falla utan gildissviðs trygginga, sjá grein 4.3 -4.15. . Sjálfáhætta er 195.000 ISK fyrir fólksbíla en fyrir 4wd jeppa og stærri bíla þá er sjálfsáhætta 360.000 ISK. Þegar kaskótrygging (CDW) er ekki valin, þá er leigutaki að fullu ábyrgur fyrir tjónum, getur numið allt að fullu verðgildi ökutækis.

3.3.2 Súper kaskótrygging (Super CDW) SCDW
Súper kaskótryggingu er einungis hægt að velja á leigustöð og lækkar sjálfsáhættu niður í 0 ISK vegna tjóna, svo lengi sem það er ekki afleiðing þjófnaðar, innbrots eða annara atriða sem falla utan gildssviðs trygginga, sjá grein 4.3 – 4.15. Fyrir 4wd jeppa og stærri bíla þá lækkar sjálfsáhætta einnig niður í 0 ISK.
Þegar Súper kaskótrygging er valin, þá er framrúðutrygging innifalin, sjálfsáhætta 0 ISK.

3.3.3 Þjófnaðartrygging (TP)
Tryggingin dregur úr kostnaði leigutaka vegna þjófnaðar á ökutæki eða innbrots, sjálfsáhætta er 195.000 ISK fyrir fólksbíla en fyrir 4wd jeppa og stærri bíla þá er sjálfsáhætta 360.000 ISK
Tryggingin bætir ekki persónulega eigur leigutaka eða farþega í ökutæki vegna þjófnaðar og eða innbrots.
Þegar þjófnarðartrygging er ekki valin og ökutæki er stolið, þá er leigutaki að fullu ábyrgur, getur numið allt að fullu verðgildi ökutækis.
Leigutaka ber skylda að upplýsa lögreglu um þjófnað og eða innbrot á bifreiðinni.

3.3.4 Sand og Öskytrygging (SAP)
Tryggingin bætir tjón á ökutæki er verður vegna sandstorms eða öskufoks. Tryggingin bætir tjón á lakki, gleri, ljósum, plast hlutum, dekkjum og felgum. Sjálfáhætta er 195.000 ISK fyrir fólksbila en fyrir 4wd jeppa og stærri bíla þá er sjálfsáhætta 360.000 ISK.

4. Takmörkun trygginga

4.1 Tryggingafélagið bætir ekki tjón sem tryggingartaki verður valdur af undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna. Sama á við ef annar einstaklingur varð valdur að tjóni undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna og ef tryggingartaki heimilaði notkun ökutækis þrátt fyrir að vita eða að hefði átt að vita að ökumaður var undir áhrifum áfengis eða annar vímuefna.

4.2 Takmörkun á ábyrgð vegna brota á umferðarlögum og reglna um öryggi.
a) Ökumaður ökutkækis skal hafa gilt ökuskírteini fyrir viðeigandi ökutæki
b) Hurðir og skott á ökutæki skulu vera læst þegar ökumaður yfirgefur ökutækið. Allir lyklar af ökutækinu skulu vera geymdir á þann hátt að utanaðkomandi aðilar geti ekki komist yfir þá.
c) Farangur í ökutæki skal vera festur niður eða skorðaður þannig að hann valdi ekki tjóni.
d) Ökutækið má ekki nota í kappakstur eða reynsluaksturs.

4.3 Það sem kaskótrygging ( CDW) nær ekki yfir skal leigutaki greiða að fullu allan þann kostnað skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala.

Það sem kaskótrygging (CDW) nær ekki yfir:

4.4 Skemmdir af hernaði, uppreisn, óeirðum eða óspektum.

4.5 Skemmdir af völdum dýra.

4.6 Brunagöt á sætum, teppum, mottum og innréttingum.

4.7 Skemmdir er aðeins varða felgur, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi, gler ( nema rúður þegar viðbótartrygging er keypt ), viðtæki, svo og tjón vegna stuldar á einstakra hluta ökutækis og skemmda sem af því stafa.

4.8 Skemmir af akstri á ósléttri akbraut, svo sem gírkassa, drifi, öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir á undirvagni er hlýst af því að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu grjóti á akbraut eða við akbrautarbrúnir. Sama gildir um skemmdir er verða þegar laust grjót hrekkur í eða undir ökutækið í akstri.

4.9 Skemmdir vegna aksturs þar sem bannað er að aka ökutækinu, svo og við akstur á vegatroðningum, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða eða aðra vegleysu.

4.10 Tjón af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið. Hægt er að kaupa sérstaka sand- og öskutryggingu til þess að lækka ábyrgð.

4.11 Vatnsskaða á ökutæki.

4.12 Ef ökutækið er flutt sjóleiðina bætist ekki tjón af völdum sjóbleytu.

4.13 Að öðru leiti vísar í almenna skilmála fyrir kaskótryggingu

4.14 Tjón vegna stórkostlegrar óvarkárni eða vanrækslu.

4.15 Þurfi leigusali að sækja eða láta sækja ökutæki vegna áreksturs eða óhappatilviljunar ber leigutaki allan kostnað vegna þessa samkv. verðskrá leigusala í hverju sinni.

 

Tryggingafélag

Tryggingafélag er Tryg Forsikring – Org. no 989 563 521. Heimilisfang: Folke Bernadottes vei 50, Postboks 7070, 5020 Bergen, Norway.
ALP hf er einungis milliliður við sölu trygginga.

Ágreiningsmál

Ef þú telur að tryggingafélagið hafi gert mistök er varðar þennan samning um tryggingar eða vegna uppgjörs bótaábyrgðar, þá getur þú sent kvörtun til:
The Norwegian Financial Services Complaints Board
PO Box 53 Skøyen, 0212 Oslo, Norway.
post@finkn.no