Wi-Fi í bílinn

Vertu vel tengdur á ferðalaginu

Mobile Wi-Fi

Þráðlaust mótald í bílinn sér um ótakmarkað internetsamband fyrir allt að 10 manns í einu. Hægt er að tengja síma, spjaldtölvur, fartölvur eða önnur tæki.

Þú getur breytt farartækinu í skrifstofu á hjólum með góðri 4G-nettengingu og getur áhyggjulaust sent kynningar, skjöl og tölvupósta án þess að eiga í hættu að fá himinháann reikning fyrir gagnanotkun. Ótakmarkað niðurhal.

Ertu að ferðast með börn í bílnum? Með góðri internettengingu er hægt að horfa á myndir á netinu, þræða leikjasíður eða annað skemmtilegt. Eldri börnin komast greiðlega á samfélagsmiðlana og ferðalagið verður ánægjulegra fyrir alla.

Þú getur pantað WiFi í bílinn í bókunarferlinu á netinu eða haft samband við okkur í síma 562 6060 / budget@budget.is og pantað.