Viðbótartryggingar

Við viljum að þú sért áhyggjulaus í bíl frá okkur

Additional Cover

Hjá Budget á Íslandi er almenna reglan sú að með leigusamningum fylgir Kaskótrygging (e. CDW + TP) með sjálfsábyrgð upp á 195.000 kr. fyrir fólksbíl en 360.000 kr. fyrir aðra bílflokka; jeppa, sendibíla og smárútur.* Innifalið í tryggingunni er einnig Þjófnaðartrygging sem dregur úr kostnaði leigutaka vegna þjófnaðar á ökutæki eða innbrots.

Við hjá Budget mælum hins vegar með að leigutakar bæti við sig viðbótartryggingum sem lækkar sjálfsábyrgðarupphæð fyrir leigutaka og nær yfir flest þau tjón eða óhöpp sem upp geta komið í lengri eða stryttri ferðalögum.

Hér neðar er hægt að lesa um þær viðbótartryggingar sem eru í boði, en jafnframt bendum við á ítarlegri upplýsingar í tryggingarskilmálum, sem lesa má hér.

*Gildir ekki með sérsamningum við ríkisfyrirtæki eða þegar þess er óskað að sleppa þeim alfarið.

Hvaða trygging er innifalin í leigu?

Kaskótrygging – með Þjófnaðartryggingu innifalda (e. CDW + TP)

Tryggingarnar takmarka fjárhagslega ábyrgð leigutaka fyrir tjóni á bifreiðinni eða fylgihlutum að því gefnu að bifreiðin sé notuð skv. almennum leiguskilmálum Budget á Íslandi. Tryggingarnar eru að öllu jöfnu innifaldar í leiguverði bifreiðar.* Sjálfsábyrgð á fólksbílum er 195.000 kr. en 360.000 kr fyrir aðra bílflokka; jeppa, sendibíla og smárútur.

Þjófnaðartrygging dregur úr kostnaði leigutaka vegna þjófnaðar á ökutæki eða innbrots en bætir ekki persónulegar eigur leigutaka eða farþega í ökutæki.

*Gildir ekki með sérsamningum við ríkisfyrirtæki eða þegar þess er óskað að sleppa þeim alfarið.
 

Viðbótartryggingar:

Allsherjartrygging Budget á Íslandi (e. Complete Protection Package)

Budget á Íslandi býður upp á tryggingapakka fyrir viðskiptavini sem vilja vera áhyggjulausir um hvers lags óhöpp eða tjón sem upp geta komið á bifreiðinni og fylgihlutum.

Sjálfsábyrgð Kaskótryggingar er núll krónur. Þetta gildir bæði fyrir fólksbíla jafnt sem jeppa og aðra bílflokka svo lengi sem það er ekki utan gildissviðs trygginga.

Í pakkanum er innifalin Þjófnaðartrygging sem dregur úr kostnaði leigutaka vegna þjófnaðar á ökutæki eða innbrots en bætir ekki persónulegar eigur leigutaka eða farþega í ökutæki.

Framrúðutrygging er innifalin í pakkanum sem tryggir leigutaka fyrir tjóni á framrúðu bílsins.

Innifalið er Sand- og öskufokstrygging en sú trygging bætir tjón á leigubifreið af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið. Sjálfsábyrgð af slíkum tjónum eru 195.000 kr fyrir fólksbíla en 360.000 kr fyrir aðra bílflokka; jeppa, sendibíla og smárútu.

Þar að auki er Vegaaðstoð í tryggingapakkanum en slík þjónusta nær yfir aðstoð ef rafgeymir bifreiðar tæmist, leigutaki verður bensínlaus eða læsir sig úti út bifreið.

Súperkaskótrygging – með Þjófnaðartryggingu og Framrúðutryggingu innifalið (e. SCDW + TP) - ENGIN SJÁLFSÁHÆTTA

Með súperkaskótryggingu er sjálfsábyrgð fyrir tjón núll krónur. Þetta gildir bæði fyrir fólksbíla jafnt sem jeppa.

Þjófnaðartrygging nær yfir þjófnað á ökutæki en bætir ekki persónulegar eigur leigutaka eða farþega.

Þá er framrúðutrygging einnig innifalin í pakkanum en hún tryggir leigutaka fyrir tjóni á framrúðu bílsins.
 

Sand- og öskufokstrygging (e. Sand and Ash Protection)

Aðeins Sand- og öskufokstrygging bætir tjón á leigubifreið af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið. Sjálfsábyrgð af slíkum tjónum eru 195.000 kr fyrir fólksbíla en 360.000 kr fyrir aðra bílflokka; jeppa, sendibíla og smárútu.

Tryggingaskilmálar Budget á Íslandi

Vinsamlegast athugið að einstaka atburðir geta fallið fyrir utan gildissvið trygginga. Sjá nánar tryggingaskilmála hjá Budget á Íslandi hér.