Auka ökumaður

Deildu akstrinum með auka ökumanni

Additional Driver

 

Hvað er auka ökumaður?

Gott getur verið að hafa annan ökumann skráðann fyrir leigunni svo hægt sé að skiptast á að keyra þegar þreytan rennur á eða til að njóta útsýnins úr bílnum. Ef svo óheppilega vill til að ökumaður lendir í tjóni eða slysi ná grunntryggingar ekki yfir óskráðan ökumann.

Með því að skrá auka ökumann, ná skilmálar leigusamnings og tryggingar yfir hann einnig. 

Það er ekkert mál að bæta við auka ökumanni þegar bókað er á netinu. Þegar þú hefur valið bílinn sem þú ætlar að leigja, er boðið upp á að bæta við aukavörum og þjónustu. Kostnaðurinn við aukabúnað birtist í pöntunarferlinu.

Einnig er hægt að bæta auka ökumanni við með því að hringja í þjónustunúmerið okkar 562 6060. Ekki gleyma að þú getur líka bætt við auka ökumanni á bókun sem þegar hefur verið gerð.